Marsípantertur
Marsípanterturnar hjá Tertugalleríinu eru eins ljúffengar eins og þær eru glæsilegar. Hægt er að prenta myndir á terturnar og setja texta að eigin vali. Marsipanterturnar eru með svampbotni og fáanlegar í fjórum bragðtegundum: súkkulaði, jarðarberja, karamellu eða Irish Coffee. Form og stærðir eru fjölbreyttar.
Skoðaðu úrvalið og pantaðu þína tertu. Hafðu í huga að myndin er prentuð á sykurmassa og gæðin ekki þau sömu og myndir sem prentaðar eru á ljósmyndapappír.
Best er að sækja Marsípantertu sama dag og til stendur að bera hana fram. Til að tryggja góð gæði er best að hafa Marsípantertuna í kassanum sem hún kemur í. Rétt er að benda á að ekki er ráðlegt að geyma þær úti þar sem þær þola ekki mikinn raka. Það er alltaf hætta á því að hitastig sveiflist sem hefur áhrif á gæði Marsípantertunnar.