Um Tertugalleríið
Hjá Tertugalleríinu sjá fjórir tertusnillingar um bakstur og skreytingar
Júlía KhlamovaTómas Ísleifsson
Þorvaldur B. Hauksson
Kristján P. Sigmundsson
Tertugalleríið gerir það einfalt og fljótlegt að panta veitingar fyrir hvaða tilefni sem er. Í galleríinu má finna veitingar sem falla að einföldum bragðlaukum sem og þroskaðri. Terturnar með áprentaðri mynd eru skemmtilegar fyrir þá sem þykir gaman að leika sér með myndefnið. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn því möguleikarnir eru nánast endalausir. Smelltu hér til að hafa samband við okkur eða lækaðu Facebook síðuna okkar og vertu í sambandi við okkur þar.
Afgreiðslutímar Tertugallerísins er sem hér segir:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12
Pantið tímanlega
Undir venjulegum kringumstæðum verður að panta veitingar hjá Tertugalleríinu með tveggja til þriggja sólahringja fyrirvara. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara.
Afhending og ábyrgð - vinsamlegast athugið
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina.
Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.