Tertur með mynd
Gerðu veisluna skemmtilegri og bjóddu gestum tertu með áprentaðri mynd. Prentað er á sykurmassa og því er myndin fullkomlega neysluhæf. Taktu mynd, eða finndu hana í safninu þínu.
Við eigum líka merki margra íslenskra íþróttafélaga. Þú getur einnig sent okkur merki þíns uppáhalds íþróttafélags eða fyrirtækisins. Hafðu í huga að gæði andlitsmynda eru ekki þau sömu og myndir sem prentaðar eru á ljósmyndapappír.