Súkkulaðitertur

Súkkulaði er hráefni sem flestir kunna að meta
Súkkulaðitertur eru sígildar tertur sem henta öllum tilefnum. Góð súkkulaðiterta er vinsæl hjá ungum sem eldri og fær bragðlaukana til að dansa af gleði. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru gómsætar af ýmsum stærðum, allt uppí 60 manna og jafnvel er hægt að sérpanta enn stærri. Skreytingarnar eru fjölbreyttar og við hæfi þeirra tertugerðar sem pöntuð er. Þú getur líka látið prenta myndir og setja þinn eigin texta á terturnar. Í tertur Tertugallerísins er aðeins notað úrvals súkkulaði. Skoðaðu myndirnar og veldu þína tertu.