Skilmálar og persónuvernd

Afhendingarskilmálar

Við afhendingu vörunnar fer viðskiptavinur yfir hana til að tryggja að allt sé eins og um var beðið. Ef misræmi er milli pöntunar og vöru er brugðist strax við því, hvort sem um er að ræða misræmi í texta á skreytingu eða aðra galla á vörunni. Allt að þremur dögum fyrir afhendingu vörunnar getur viðskiptavinur hætt við pöntun og fengið endurgreitt með því að hringja í söluráðgjafa hjá Tertugalleríinu í síma 510-2300.

 

Persónuverndarstefna

Vefsíðan tertugalleri.is meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við  lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. 

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna fyrirspurna, beiðna eða umsókna, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Tertugallerí sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu.

Þessi síða notar einnig vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla.

Vafrakökustefna

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur. Kökurnar má flokka í fernt; nauðsynlegar, frammistöðu- og virkniauðgandi, tölfræðilegar, markaðssetning.

Vafrakökur eru upplýsingapakkar, sem netvafrar vista að beiðni vefþjóna. Þegar vafrinn seinna biður sama vefþjón um vefsíðu er kakan send til þjónsins með beiðninni. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til frekari vinnslu. Kökur geyma oft upplýsingar um stillingar notanda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notanda o.fl. Kökur eru einnig oft nauðsynlegar til að geta boðið upp á ýmsa virkni og koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Vafrinn eyðir kökunni þegar líftími hennar rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna. Ef þú ert ekki ánægð/ur með notkun á einhverjum kökum á vefsíðunni getur þú lokað á þær eða eytt úr vafranum þínum. Gerir þú slíkt getur það hamlað virkni vefsíðunnar.

Til að stilla kökur í Google Chrome:

  1. Farið í "Customize and control Google Ghrome"
  2. Settings
  3. Advanced
  4. Content settings
  5. Cookies

Upplýsingar um hvernig stilla má aðra vafra má finna á vefsíðu um vafrakökur: allaboutcookies.org 

Upplýsingar um hvernig stilla má aðra vafra má finna á vefsíðu um vafrakökur: allaboutcookies.org.

Kökurnar sem þessi vefsíða notar eru eftirfarandi:

Nauðsynlegar vafrakökur eiga allar uppruna sinn frá tertugalleri.is og eru notaðar til að birta vefsíðuna sjálfa. Tertugallerí setur eina köku til að muna ef vafrakökur hafa verið samþykktar. Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar og eru nauðsynlegir fyrir eðlilega virkni:

Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar fyrir tölfræðilegar upplýsingar og deilingu á samfélagsmiðlum:

  • Google Analytics -  Umferð og tölfræðiupplýsingar  (Privacy Shield vottað). Persónuverndarstefna

Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um notkun á vafrakökum á framfæri, skal senda athugasemdir á tertugalleri@tertugalleri.is

 

Þjónustuskilmálar

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Venjulega er afgreiðslufrestur 2-3 sólarhringar en hann getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja hvaða klukkustund varan er sótt til okkar í Tertugalleríið á Korputorgi, Blikastaðavegi 2, 112 Reykjavík.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir í pöntunardagatalinu.

Verð í vefversluninni er með 24% virðisaukaskatti. Tertugalleríið áskilur sér rétt að fella niður pantanir, til dæmis vegna villu sem leiðir til rangra verðupplýsinga, eða hætta við að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis eða með tölvupósti.


Nánar um afgreiðslutíma Tertugallerísins

 

Afhendingarskilmálar

Pantaðar vörur skulu sóttar í afgreiðslu Tertugallerísins á umsömdum tíma á Korputorgi, Blikastaðavegi 2, 112 Reykjavík. Tertugalleríið sendir ekki vörur til viðskiptavina.

 

Lög og varnarþing

Með greiðslu er pöntun vöru staðfest og fyrrgreindir skilmálar Tertugallerísins samþykktir. Skilmálarnir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.