Afmælistertuna færðu hjá Tertugallerí
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er alltaf fagnaðarefni þegar afmælisdagurinn rennur upp. Hvort sem við erum ung eða gömul eigum við að fagna því eiga afmæli og ekki er verra að leyfa öðrum að fagna með okkur. Það er tilvalið að bjóða upp á ljúffengar veitingar frá Tertugallerí og nýta orkuna í það annað sem þarf að gera þegar halda á skemmtilega afmælisveislu.
Ef halda á stórafmæli getur verið sniðugt að hafa þema í veislunni. Það getur í raun verið hvað sem er, áhugamál afmælisbarnsins, eitthvað sem tengist árstíðinni sem afmælið ber upp á eða eitthvað allt annað. Láttu hugarflugið ráða og farðu alla leið. Ef þú velur lit er sniðugt að fara fram á að veislugestir klæðist litnum.
Hvert sem þemað er getur þú fundið veitingar hjá Tertugallerí sem hæfa tilefninu. Skoðaðu afmælisterturnar okkar hérna og taktu þér tíma í að skoða síðuna okkar – þú átt áreiðanlega eftir að fá fullt af skemmtilegum hugmyndum.
Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.