Ef þú ert með tilefni þá gerir Tertugallerí þér undirbúningin auðveldan

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Annir aukast á aðventunni. Þetta könnumst við flest við enda er í mörg horn að líta þegar allt þarf að vera sem fullkomnast. Það getur því verið gott að útvista verkefnum þangað sem þau eru unnin vel. Á meðan maður einbeitir sér að smákökubakstri eða tiltekt þá getur verið afskaplega þægilegt panta hjá Tertugalleríinu brauðtertur og kökur til að halda upp á skemmtileg tilefni.

Er jólahreingerningin framundan? Pantaðu kransakökur til að virkja fjölskyldumeðlimina með í hreingerninguna. Á að taka smákökubakstur um helgina? Sparaðu þér vinnuna við brauðtertu með kaffinu og pantaðu hana hjá Tertugalleríinu. Áttu von á ættingjum utan af landi að sækja pakkana? Pantaðu þá skúffutertu og möffins til að bjóða upp á.

Það er alltaf nóg við að vera á aðventunni. Keyptu þér aðeins meiri tíma og leyfðu okkur að létta þér verkin þegar það er tilfefni til upplyftingar.

Kíktu á þitt eigið tilefni >


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →