Erfidrykkjur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Erfidrykkjur er ævaforn siður hér á landi. Erfidrykkjur tíðkuðust þegar ættingjar og vinir hins látna áttu nokkurra daga ferð að baki til að fylgja hinum látna til grafar. Í erfidrykkjum er vaninn að bjóða gestum upp á gómsætar tertur með kaffinu. Skoðaðu hvað Tertugalleríið hefur upp á að bjóða.

Sú hefð varð til fyrir langa löng að ef jarðsett er beint eftir útför þá fylgja nánustu ættingjar og vinir líkbíl til kirkjugarðs. Þeir sem ekki fara í kirkjugarðinn setjast við erfidrykkju og bíða þar eftir nánustu ættingjum hins látna til að votta þeim samúð sína.

Sá siður hefur haldist um aldir að aðstandendur og aðrir sem við útför eru komi saman og njóti samvista, drekki kaffi og þiggi veitingar.

Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman tillögur að nokkrum tertum og meðlæti sem gott er að eiga og bjóða upp á í erfidrykkjunni. Skoðaðu hér hvað við bjóðum upp á.

Pantaðu tímanlega

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →