Haltu kaffiboð á sjómannadaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú styttist óðfluga í sjómannadaginn sem er 3.júní en haldið hefur verið upp á sjómannadaginn síðan 1938. Þá eru hetjur hafsins heiðraðar og er því tilvalið að halda hátíðlega upp á þennan fallega dag og bjóða upp á ljúffengar marsípantertur með kaffinu á sjómannadaginn. Við hjá Tertugallerí bjóðum upp á 7 mismunandi marsípantertur með 4 bragðtegundum allt frá tólf manna stærðum og upp í 40 manna. Bragðtegundirnar sem við bjóðum uppá eru ekki af verri endanum en um er að ræða jarðaberjafrómas með jarðaberjum, súkkulaðifrómas með kokteilávöxtum, Irish Coffeefrómas með kokteilávöxtum og karamellu og Daimfrómas með kokteilávöxtum. Marsípanterturnar okkar er hægt að panta með skrauti, texta og mynd en einnig í formi bókar.
Við bjóðum einnig upp á sykurmassakökur sem eru ekki síður fallegar. Hægt er að fá sykurmassatertur með sömu fyllingum og eru í boði í marsípanstertunum. Einnig er hægt að fá súkkulaðitertu með sykurmassaskreytingu með texta að eigin vali.
Hafðu það hátíðlegt á Sjómannadaginn, skoðaðu úrvalið á marsípan- og sykurmassatertunum og pantaðu veitingarnar fyrir veisluna hjá Tertugallerí.

Pantaðu tímanlega
Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →