Hrekkur og gott með hrekkjavökutertu

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Hrekkjavakan er komin til að vera á Íslandi enda er hún siður sem bæði ungum sem öldnum finnst skemmtilegur. Hrekkjavakan er að auki sérlega góð viðbót við íslenskt skammdegi og lífgar svo sannarlega upp á það með sínum graskerslit og skrautlegu fígurum.

Það er sjálfsagt að taka hrekkjavökunni vel því hún er ekki eingöngu amerískur siður því hrekkjavöku má rekja til kelta en þeir færðu þakkir fyrir uppskeru sumarsins og boðuðu komu veturs kvöldið fyrir allraheilagramessu, eða All Hallow's Eve sem síðar varð að Halloween. Siðurinn er því ekki svo fjarlægur Íslandi því keltar og víkingar áttu um aldir í nokkrum samskiptum.

Meira að segja sá siður að skera út grasker hefur haldist fram til dagsins í dag en upprunalega var brennandi kertum komið fyrir í næpum. Graskerin eru seinni tíma viðbót eftir þjóðflutninga frá Evrópu og sérstaklega Stóra Bretlandi til Bandaríkjanna þar sem graskerin leystu næpurnar af hólmi.

Hápunktur hrekkjavökunnar er kvöldið 31. október og þá er um að gera að taka þátt enda er fátt meira hressandi en góðlátlegir hrekkir á hrekkjarvöku.

Á hrekkjavöku fá bæði börn og fullorðnir tækifæri til að fá útrás fyrir sköpunargleðina í graskersútskurði og spennuþrungnum grímubúningum og skrauti. Um leið og við njótum alls þess sem fyrir augu ber á litríkum tíma hrekkjavökunnar þökkum við fyrir það að tákn vetursins, kuldinn og myrkrið, eru endurspegluð í beinagrindum og draugum og að við þurfum ekkert að óttast þann eðlilega hring náttúrunnar. Þannig að þótt allt sé með drungalegra móti þá er hrekkjavakan í raun og veru hátíð sem ber að fagna.

Í tilefni hrekkjavökunnar bjóðum við hrekkjavökuþema sem bragð er af. Kíktu á flottar bollakökur eða pantaðu þér hrekkjavökutertu með þínum eigin texta. Einbeittu þér að því að skapa mátulegan hrylling á vinnustaðnum eða heimavið og leyfðu okkur að sjá um að baka hrekkjavökutertu við hæfi.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →