Pöntum bleikt og styðjum við Bleiku slaufuna

Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann

Þessa dagana er árveknisátak Bleiku slaufunnar í fullum gangi en um er að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Í átakinu er talað um að sýna lit, bleikann, til að minna okkur á að mikilvægt er að skima fyrir krabbameinum. Skimanir í leghálsi og brjóstum bjarga lífi fjölda kvenna en alltaf má gera betur í skimunum og því þarf minna á og viðhalda vitund um skimanir.Við hjá Tertugalleríinu sínum líka bleikann lit og bjóðum af tilefni Bleiku slaufunnar bleikar tertur sem eru tilvaldar til að halda upp á Bleika daginn 14. október.

Pantaðu tímanlega svo þú fáir bleikt á þinn vinnustað eða í vinaboðið og sýndu um leið lit því 15% af andvirði sölunnar rennur beint frá Tertugalleríinu til Bleiku slaufunnar. Og munið strákar að þið getið líka stutt við konurnar í lífi ykkar með því að kaupa Bleiku slaufuna.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →