Regla kemst á á haustin

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú er ekki lengur hægt að loka augunum fyrir því að sumarið hefur látið undan og haustið tekið við. Þó sumarið sé yndislegt er haustið ekki síður frábært með sínum fallegu haustlitum, berjamó, réttum, sveppatínslu og því sem við getum gert með vinum og fjölskyldu. En svo er líka frábært þegar regla kemst á lífið - skólar og frístundastarf hefst að nýju. Ótal margir eru í kórum og klúbbum af ýmsu tagi og margir hafa að venju að bjóða upp á meðlæti á slíkum stundum. Þá er tilvalið að leita til fagfólksins hjá Tertugallerí. Hvernig væri að bjóða upp á Hrísmarengsbombu á næstu kóræfingu?

Hrísmarengsbomba er 15 manna terta úr tveimur lögum af púðursykurmarengs með hrískúlum með kokteilávöxtum og vanillurjóma á milli. Hún er síðan hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og Nóa kroppi. Sérðu fyrir þér upplitið og fögnuðinn þegar þú býður upp á þessa ljúffengu tertu í næsta bókaklúbb?

Já, því hvort sem þú ert í kór eða klúbb - hring eða samfundi er alltaf tilvalið að bjóða upp á ljúffengt meðlæti frá Tertugallerí.

Pantaðu tímanlega

Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.  

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:
Virkir dagar kl. 8-14
Laugardagar kl. 9-12
Sunnudagar kl. 9-12


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →