Veldu brúðartertu frá Tertugallerí

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sumarið er tími brúðkaupanna og nú eru margir búnir að fara í eitt eða fleiri brúðkaup í sumar. Þó sumarbrúðkaup séu alltaf yndisleg eru æ fleiri farnir að skipuleggja brúðkaupið sitt að hausti, þegar aðeins er farið að rökkva og fallegt er að hafa kveikt á kertum. Brúðarterturnar frá Tertugallerí henta veislum á hvaða árstíma sem er.

Fáar veislur eru jafn skipulagðar af hálfu veisluhaldara og brúðkaup. Það er enda að mörgu að hyggja. Það væri slæmt að gleyma gestum og það þarf að velja skreytingar, matseðil og tónlist. Staðsetning fyrir veisluna er ekki síður mikilvægt.

Brúðartertan er ákaflega mikilvægur þáttur í veislunni. Það er sérlega hátíðleg og falleg stund þegar brúðhjónin skera saman tertuna og sumir hafa að sið að gefa hvoru öðru fyrsta bitann. Þá standa allir í kring og taka myndir af ný pússuðum hjónunum og gleðjast með þeim er þau halda út á vegin saman.

Ef þú ert að fara að gifta þig skaltu skoða síðuna okkar, hér höfum við raðað saman brúðartertum og öðrum þeim veitingum sem vel fara í brúðkaupsveislu.

Munið að val á tertu er hluti af skipulagningu brúðkaupsins. Það skiptir líka máli að panta terturnar í veisluna með góðum fyrirvara.

 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →