Er steggjun eða gæsun framundan?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er fátt skemmtilegra en góð steggja- eða gæsaveisla með fjöri, hlátri og dásamlegum vinum. Þegar verðandi brúðhjón eru á leið í hjónaband er tilvalið að fagna þessum tímamótum með stæl, hvort sem það er í formi helgardagskrár eða kvöldveislu sem enginn gleymir!
Steggja- og gæsaveislur eru einnig einstakt tækifæri til að fagna vináttu, hlæja og senda tilvonandi hjón af stað í hjónaband með bros á vör og hjartað fullt af hlýju. Aðalatriði er að skapa minningar og hafa gaman.
Hvort sem veislan fer fram í sumarbústað, heima í stofu, í leynilegri veisluherbergi í miðbænum eða í rútu á ferð um bæinn, þá er mikilvægt að bjóða upp á góða dagskrá og leikgleði sem allir taka þátt í.
Svo er einnig mikilvægt að huga að veitingum á þessum stórskemmtilega degi og þar kemur Tertugalleríið sterkt inn!
Tertugalleríið er því stoltur bakhjarl vinahópa sem eru að undirbúa fjörið
Undirbúningur fyrir steggja- og gæsaveislur getur verið fjörugur og krefjandi sem krefst oft í tíðum gott skipulag, en það þarf ekki að vera flókið að sjá til þess að allir verði saddir, glaðir og sælir. Tertugalleríið stendur vaktina fyrir þig með úrval veisluveiga sem eru bragðgóðar, fallegar og einstaklega auðveldar að grípa í á ferðinni á þessum fjöruga degi.
Þegar svengdin lætur á sér kræla í miðjum leik eða dansi, er lykilatriði að hafa góðgæti sem auðvelt er að grípa í. Við mælum sérstaklega með Lúxus bitum og Sætum bitum. Þessir bitar eru fullkomin blanda af fagurfræði og einstöku bragði. Þessir bitar gleðja bragðlaukana þeirra sem njóta.
Lúxus bitarnir samanstanda af tíu kransabitum, tíu makkarónukökum og tíu vatnsdeigsbollum með saltaðri karamellu og er bakkinn skreyttur með ferskum berjum.
Sætu bitarnir samanstanda af tíu mjúkum kókostoppum, tíu súkkulaðikökubitum og tíu vatnsdeigsbollum með léttþeyttum rjóma og er þessi bakki einnig skreyttur með ferskum berjum.
Það er líka tilvalið að bjóða upp á samloku með góðu sælkerasalati og mætti segja að það væri algjör klassík sem klikkar aldrei. Það er hægt að bjóða upp á að hafa sælkerasalatið í samloku með t.d. nýju Heimilisbrauði þá er sælkerasalat alltaf gott með rúnstykki, alls konar kexi, hrökkbrauði eða með fersku niðurskornu grænmeti til að dýfa í.
Sælkerasalötin okkar auðveldar þér fyrirhöfnina og sparar þér mikinn tíma í eldhúsinu í undirbúningnum fyrir veisluna. Sælkerasalötin koma í handhægum 1 kg. umbúðum og er hægt að velja um skinku-, túnfisk- eða rækjusalat.
Á vefsíðu okkar finnur þú líka óteljandi veisluveigar sem eru tilvaldar til að bjóða upp á þegar þú ert að fagna komandi brúðhjónum. Skoðaðu endilega fjölbreytta og ljúffenga úrval okkar hér!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þú býður upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta.
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þú pantir tímalega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei. Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Brúðhjón, brúðkaup, Gæsaveisla, Gæsun, Lúxus bitar, Rækjusalat, Skínkusalat, Steggjaveisla, Steggjun, Sætir bitar, Túnfisksalat