Tertugallerí liðsinnir þér í brúðkaupsundirbúningnum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Sumarið er tími brúðkaupa og við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á mikið úrval af tertum fyrir brúðkaupsveisluna.
Þeir sem ætla að ganga í hjónaband í sumar eru flestir komnir vel á veg með skipulagninguna, enda í mörg horn að líta og margt sem þarf að ákveða. Brúðkaup krefjast skipulagningar og hafa mörg tilvonandi hjón legið yfir gestalistum, uppskriftum, matseðlum og drögum að skreytingum í allan vetur.
Tertugalleríið liðsinnir ykkur í undirbúningnum
Það er varla til mikilvægari terta en brúðkaupstertan. Brúðkaupstertan kórónar borðhaldið og gestir bíða spenntir eftir að brúðhjónin skeri saman fyrstu sneiðina og taki þannig eitt fyrsta skrefið saman í nýju hjónabandi. Brúðkaupstertur Tertugallerísins eru gæðatertur sem gleðja bæði augað og bragðlaukana.
Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á dásamlegar brúðartertur með þrennskonar útlitsgerðum sem eru Lafði Díana, Lafði Kate og Lafði Grace. Brúðarterturnar eru allar gerðar úr súkkulaðitertubotni með unaðslegri súkkulaði-mousse fyllingu, hjúpuðaðar með hvítum sykurmassa og að lokum skreyttar með sykurblómum, ferskum berjum og súkkulaðivindlum.
Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar hér og pantið tímanlega. Einfaldara getur það ekki verið.
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantaðu tímanlega
Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar veisluveigar á hagstæðu verði. Við mælum eindregið með því að þið pantið tímalega.
Athugið að panta þarf brúðartertur með a.m.k. viku fyrirvara. Á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: brúðarterta, brúðkaupsterta, Lafði Díana, Lafði Grace, Lafði Kate