Fögnum systkinunum með þjóðlegum kökum í Eurovision partíinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

tertu

Við efuðumst aldrei. Systkinin í "Systur" með hið frábæra lag "Með hækkandi sól" eftir Lay Low er komið áfram í aðal keppnina. Alveg frá því að lagið hljómaði fyrst í Söngvakeppni RÚV var ljóst að Sigga, Beta og Elín myndu syngja sig inn í hjörtu fólks í Evrópu með traustum slætti Eyþórs bróður þeirra. Eins og er virðast flestir veðbankar spá systrunum 23. sæti en við teljum að þær eigi meira inni enda nutu þær verðskuldaðrar athygli í sjónvarpsþættinum 60 mínútum. Við þorum ekki alveg að spá, en systurnar verða klárlega ofar en í hinu þekkta 16. sæti.
Haltu Eurovision partí með stæl og pantaðu flottar bollakökur frá Tertugalleríinu til að bjóða gestum um kvöldið. Áfram Ísland!
Hinn einstaklega fallegi texti lagsins er hér fyrir ykkur sem vilja syngja með:

Öldurót í hljóðri sál
Þrautin þung umvafin sorgarsárum
Þrá sem laðar, brennur sem bál
Liggur í leyni – leyndarmál – þei þei

Í ljósaskiptum fær að sjá
Fegurð í frelsi sem þokast nær
Þó næturhúmið skelli á
Og ósögð orð, hugan þjá – þei þei

Í dimmum vetri – hækkar sól
Bræðir hjartans klakabönd – svo hlý
Í dimmum vetri – vorið væna
Vermir þitt vænghaf á ný

Skammdegisskuggar sækja að
Bærast létt með hverjum andardrættir
Syngur í brjósti lítið lag
Breiðir úr sér og andvarpar – þei þei

Í dimmum vetri – hækkar sól
Bræðir hjartans klakabönd – svo hlý
Í dimmum vetri – vorið væna
Vermir þitt vænghaf á ný

Og hún tekst á flug
Svífur að hæstu hæðum
Og færist nær því
Að finna innri ró

Í dimmum vetri – hækkar sól
Bræðir hjartans klakabönd – svo hlý
Í dimmum vetri – vorið væna
Vermir þitt vænghaf á ný


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →