Fyrirtækjatertur frá Tertugallerí
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það vita flestir hve gaman er að eiga góða kaffistund með félögunum. Það er auðvitað enn skemmtilegra þegar boðið er upp á gómsætt bakkelsi með kaffinu. Við hjá Tertugallerí bjóðum upp á ljúffengar kaffiveitingar við hvert tækifæri.
Fagnaðu áfanga með tertu merktri fyrirtækinu eða félaginu þínu. Haltu uppá afmæli, kveddu starfsmann eða komdu starfsfélögunum á óvart með bragðgóðri tertu með merki fyrirtækisins eða félagsins, mynd eða þeim skilaboðum sem þú vilt koma á framfæri.
Haltu uppá sigra. Bæði þá sem þegar hafa unnist og sigra framtíðarinnar með merki íþróttafélagsins þíns. Tertugalleríið á nú þegar merki margra íþróttafélaga. Fáðu merkta tertu á uppskeruhátíðina, herra- og konukvöldið, aðalfundinn eða hvert annað tilefni.