Veitingar í erfidrykkju
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þeir sem hafa séð að baki fjölskyldumeðlimum eða nánum vinum þekkja sorgina sem fylgir því að kveðja nákominn ástvin. En þeir þekkja líka allt umstangið sem getur fylgt því að fylgja ástvininum síðasta spölinn. Eitt af því sem tekur tíma við undirbúning útfarar er skipulagning erfidrykkju.
Það getur verið erfitt að velja veitingar í erfidrykkjuna. Einhverjir velja veitingar sem hefðu verið hinum látna að skapi. Aðrir vilja ekki eyða óþarfa orku á erfiðum tímum í að velja sortir og áætla magn. Þar getum við hjá Tertugalleríinu komið að málum. Við bjóðum upp á fjölda tegunda af bakkelsi sem hentar í erfidrykkjuna.
Við höfum tekið saman á einn stað veitingar sem algengt er að aðstandendur panti fyrir erfidrykkjur og geta hentað þér. Við bjóðum upp á klassískar marsípantertur með skrauti og krossi sem fara vel sem miðpunkturinn á veisluborðinu. Hægt er að velja um fjórar mismunandi bragðtegundir og ættu þessar fallegu tertur því að falla að smekk flestra.
Við bjóðum einnig upp á aðrar tertur sem henta vel. Eplakökur og gulrótartertur eru til dæmis góðar á veisluborðið með marsípantertunni. Þeim sem ekki hafa smekk fyrir marsípani gætu þótt þær gómsætar.
Pantaðu allt á einum stað
Sparaðu þér fyrirhöfn og kostnað með því að panta allar veitingar fyrir erfidrykkjuna á einum stað, á vefsíðu Tertugallerísins. Við hjá Tertugalleríinu erum boðin og búin til að aðstoða þig á erfiðum tímum.