Haltu Hinsegin daga hátíðlega með veitingum frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Hinsegin dagar er mikið hátíðarefni og verðum við hjá Tertugalleríinu í gleðiskapi alla vikuna. Barátta hinsegin fólks fyrir réttindum sínum hefur staðið lengi en í ár er um að ræða 20 ára sögu Hinsegin hátíðarhalda í Reykjavík. Í dag er ekki hátíðin einungis ein fjölsóttasta hátíð landsins heldur er einnig ein alfjölmennasta pride-hátíð í heimi, er miðað er við höfðatölu. Haltu Hinsegin daga hátíðlega með veitingum frá Tertugalleríinu. 

Skoðaðu allt okkar úrval af tertum, kökum og öðrum veitingum tilvaldar í Hinsegin veisluna þína hér! 


Pantaðu tertu með mynd
Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á ljúffengt úrval af kökum, tertum og bollakökum með áprentaðri mynd. Láttu hugarfarið ráða för og gerðu tertuna persónulegri með mynd sem tengist tilefninu. Prentað er á gæða marsípan og því er myndin fullkomlega neysluhæf. Hægt er að fá áprentaða mynd á 10, 15,20, 30 og 60 manna tertur. Skoðaðu allt okkar úrval á tertum með mynd hér!
Hafðu í huga að gæði andlitsmynda á marsipani eru ekki þau sömu og myndir sem prentaðar eru á ljósmyndapappír. Marsipanið er gróft og ljóst að lit og því verða myndir alltaf grófari og liturinn ögn daufari en myndin sem þú sendir okkur til að setja á tertuna þína.


Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →