Kransabitar á aðventunni og eitthvað sætt með?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

tertugalleri kransabitarÞað er stutt í aðventuna og þá gefast tækifæri til að hafa það hugglegra en venjulega. Kransabitar frá Tertugalleríinu eru kjörnir sem upplyfting á aðventunni en bitarnir geymast vel, eru sérlega ljúffengir með kaffibolla, jólaglöggi, desertvíni eða púrtvíni.

Kransabitar krefjast þess að drykkurinn sem notið er sé dálítið mikið sætur og það hentar vel góðum tilefnum þar sem kransabitar eru vinsælir til að halda upp á eitthvað skemmtilegt. Sætt freyðivín getur þó passað vel með líka, áfengt eða óáfengt eins og víða fæst orðið í dag, svo sem eins og Cava, Kampavín eða Cremant. Allajafna er freyðivín vinsælla þurrt en þegar njóta á þess með kransabitum þá er betra að forðast þurru vínin og reyna að finna sætari vín þar sem að annars getur freyðivínið virkað súrt á móti sætum kransabitanum.

Svo er auðvitað ekki nauðsynlegt að það séu bubblur í víninu því gott desert vín hentar afskaplega vel með marsípani líka. Sama á við um púrtvínt og önnur vín sem hafa ríkjandi ávaxtakeim þar sem sýran kemur aðeins í gegn án þess að vera ráðandi í pöruninni.

Svo er það jólaglöggið. Það kryddað og mjög sætt en uppfyllir annars mjög vel þær bragðkröfur sem kransabitarnir gera til pörunar og þar mætti segja að hið fullkomna jólapar sé fætt.

Allt að einu má vera ljóst að um aðventuna gæti verið frábært að eiga kransabita á lager fyrir fjölskylduna og gesti og gangandi, svo lyfta megi sér upp og eiga hátíðlegri stund á aðventunni.

Hjá Tertugalleríinu er til úrval kransabita hér... og þú getur meira að segja pantað núna!

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →