Vetrardagurinn fyrsti!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á laugardaginn kemur, þann 22. október, er fyrsti vetrardagur. Þá kveðjum við sumarið og haustið og tökum til við þær iðjur sem okkur finnst best hæfa vetrinum. Við vonum nú að snjórinn láti ekki á sér kræla strax en þó hefur hann vissulega margt til síns ágætis. Að vetri er gott að gæða sér á gómsætum bakstri og þá er á vísan að róa hjá Tertugallerí.

Fyrsti vetrardagur er fyrsti dagur Gormánaðar. Dagurinn er stundum kallaður vetrarkoma en hann ber upp á laugardeginum að lokinni 26. viku sumars.

Frá sextándu til nítjándu öld hófst vetur á föstudegi og líkt og sumardagurinn fyrsti var hann messudagur fram til ársins 1744. Guðbrandur Þorláksson, Hólabiskup, kallaði Gormánuð slátrunarmánuð. Stundum ber fyrsta vetrardag upp á sviðamessu, 1. nóvember, síðasta dag sláturtíðar. Þann dag voru svið víða höfð til matar og tíðkast sá siður víða um land enn þann dag í dag.

Þær reglur sem nú er farið eftir í íslenska almanakinu eru að öllum líkindum samdar á tólftu öld. Í hinum svokallaða gamla stíl, eða júlíanska tímatalinu, var veturkoma 10.-17. október ef miðað er við föstudag.

Hvernig væri að gera vel við sína og fagna vetrinum með glæsilegu bakkelsi frá Tertugallerí. Pantaðu tímanlega! Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir. 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →