Fréttir
Pantaðu tímanlega fyrir verslunarmannahelgina
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og í ár er hún dagana 1.-4. ágúst. Verslunarmannahelgin er tilkomin út frá frídegi verslunarmanna og var sá dagur fyrst haldinn fyrir rúmum 122 árum, nánar tiltekið 13. september árið 1894. Það var Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) sem átti frumkvæði að því að veita starfsfólki í verslunum frí þennan dag. VR samþykkti að skipuleggja daginn svo hann yrði nýttur eins og til hans var stofnað. Í kringum verslunarmannahelgina eru ferðalög algeng þar sem vinir og vandamenn sameinast og búa til minningar í gegnum gleðistundir. Þá er mikilvægt að gleyma ekki að gera vel við sig og...
Vísindin í bragði tertunnar
Útgefið af Ingvar Ingvarsson þann
“Á gervihnattaöld” var sungið í lagi Magnúsar Eiríkssonar, Gleðibankanum, fyrsta Eurovision framlagi Íslendinga sem flutt var af Icy-söngflokknum árið 1986. Nú erum við hins vegar líklega á gervigreindaröld þar sem vitræn hegðun véla þróast svo hratt að við munum líklegast öll enda á því að þurfa að hafa ofan fyrir hvort öðru, að atvinnu, þegar gervigreindin verður búin að leysa flest okkar starfa af hendi. En þar eru bakararnir okkar nú þegar, að hafa ofan fyrir okkur, því þeir baka einmitt gómsætar tertur fyrir veislurnar ykkar og þurfa að hafa til þess ákveðna næmni og bragðþekkingu til að baka vinsælar tertur. ...
Fagnaðu alþjóðlega frænku- og frændadeginum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Alþjóðlegi frænku- og frænda dagurinn er mánudaginn 26. júlí nk., og er þessi skemmtilegi dagur tilvalin til að fagna því frændfólki sem standa okkur næst. Frænkur og frændur eru skemmtileg skyldmenni. Þau eru yfirleitt eins og foreldrar, bara án reglana. Í gegnum tíðina hafa þau keypt óvæntar gjafir sem foreldrar okkar myndu yfirleitt ekki samþykkja, dekrað við þig, farið með þér í skemmtilegar ferðir og hafa verið stór hluti af stuðningsnetinu þínu í gegnum æskuna. Þess vegna er tilvalið að fagna frænkum og frændum á alþjóðlega frænku- og frændadeginum. Gulrótarterta fyrir frænku Það er sniðug hugmynd að gleðja uppáhalds frænku...
Bjóddu upp á marengstertu í næsta saumaklúbbi
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Þrátt fyrir hraðann og streitu nútímasamfélagsins halda saumaklúbbar áfram að vera vinsæl hefð á Íslandi. Í gegnum tíðina hafa saumaklúbbar verið að hittast reglulega, ræða málin og styrkja tengslin. Þótt upphaflega hafi klúbbarnir snúist um handavinnu, hefur áherslan í dag færst meira yfir á samveruna sjálfa. Í mörgum saumaklúbbum er ekki lengur saumað, heldur deilt sögum og spjallað um lífið og tilveruna. Það sem er skemmtilegt við saumaklúbba er sú hefð sem hefur skapast í kringum þá að koma saman og njóta ljúffengra veitinga. Bjóddu upp á marengstertu í næsta saumaklúbbi Við hjá Tertugalleríinu mælum með Marengstertunum okkar fyrir næsta...
- Merki: Lúxus bitar, Marengstertur, Saumaklúbbur, smástykki, Sætir bitar
Áfram Ísland!
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Andrúmsloftið í samfélaginu er skemmtilega spennuþrungið um þessar stundir. Margir EM veislur framundan bæði heima fyrir sem og á vinnustöðum. Umræðan í samfélaginu snýst að miklu leyti um væntanlegu frammistöðu A-landslið kvenna í fótbolta á Evrópumótinu sem er væntanlegt í Sviss. Það er sama stemmning hjá okkur í Tertugalleríinu og viljum við mæla með skotheldri leið til að koma gestum eða samstarfsfélögum skemmtilega á óvart með bragðgóðri súkkulaðitertu með íslenska fánanum. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns (58...
- Merki: amerísk súkkulaðiterta, Bollakaka með íslenska fánanum, Súkkulaðiterta með mynd, Súkkulaðiterta með mynd nammi og texta, súkkulaðiterta með mynd og texta