Fréttir

Ekki gleyma nestinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Á Íslandi eru fjölmargir virkir fjalla- og gönguhópar þar sem útivera, gleði og skemmtilegur félagsskapur er sameiginlegt áhugamál þeirra sem þá stunda. Þeir snúast yfirleitt um reglulegar göngur, heilsueflingu og góða samveru og hópurinn er yfirleitt breiður og fjölbreyttur. Hóparnir geta ýmist verið að taka léttar göngutúra eða farið í lengri gönguferðir út fyrir borgarmörkin eða jafnvel upp á hæstu tinda. Það sem virðist skipta mestu máli er að fólk komi og taki þátt í félagsskapnum. Raunin virðist vera sú að einstaklingar finna sér hóp sem henta sínum þörfum og þegar rétti hópurinn er fundinn virðist oft vera erfitt að...

Lestu meira →

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veisluveigar

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugalleríið gerir þér einfalt fyrir að panta veitingar hratt og vel fyrir hvaða tilefni sem er. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, því möguleikarnir eru nánast endalausir. Á vefsíðu Tertugallerísins finnur þú allar upplýsingar sem þú þarft fyrir pöntunarferlið og ef frekari spurningar vakna getur þú alltaf haft samband við okkur í tölvupósti, símleiðis eða á Facebook. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er, allt til að aðstoða þig á sem bestan máta. Þegar góða veislu gjöra skal erum við hjá Tertugalleríinu ávallt tilbúin að liðsinna þér. Hjá okkur...

Lestu meira →

Pantaðu bollur tímanlega fyrir bolludaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það styttist í bolludaginn! Nú er hann mánudaginn 12. febrúar. Þá eru ljúffengar vatnsdeigsrjómabollur ómissandi. Í ár bjóðum við hjá Tertugalleríinu upp á bragðgóðar vatnsdeigsrjómabollur með glassúr og hindberjasultu á frábæru verði. Vatnsdeigsrjómabollur frá Tertugalleríinu eru einstaklega ljúffengar og glæsilegar og sérstaklega mjúkar undir tönn. Það er tilvalið að gleðja fjölskyldu, vini, starfsfólk eða viðskiptavini með gómsætum vatnsdeigsrjómabollum á bolludaginn. Bollurnar koma í takmörkuðu upplagi og einungis til afhendingar 12. febrúar á bolludaginn sjálfan. Bollurnar eru afgreiddar í öskjum þar sem hver eining samanstendur af 12 bollum sömu gerðar. Fyrstur kemur fyrstur fær Tryggðu þér okkar ljúffengu vatnsdeigsbollur strax í...

Lestu meira →

Pantaðu tímanlega fyrir Bóndadaginn!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Bóndadagur nefnist fyrsti dagur þorra og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Takmarkaðar heimildir eru til um þennan dag og siði honum tengdum og því erfitt að ráða í aldur hans og hverju hann tengdist. Af þeim fáu heimildum sem til eru þá er þó ljóst af frásögnum af siðum honum tengdum að hér hafi verið um alþýðutyllidag en ekki hátíðisdag að ræða og því alls óvíst hvort hann hafi verið mjög útbreiddur eða hvaða tilstand hafi tíðkast þar sem hann var haldinn. Á bóndadag áttu húsbændur að „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Það áttu...

Lestu meira →

Áfram Ísland!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Andrúmsloftið í samfélaginu er skemmtilega spennuþrungið um þessar stundir. Margir eru að halda EM veislur heima fyrir sem og á vinnustöðum. Umræðan í samfélaginu snýst að miklu leyti um frammistöðu A-landslið karla í handknattleik á Evrópumótinu sem stendur nú yfir í Þýskalandi. Það er sama stemmning hjá okkur í Tertugalleríinu og viljum við mæla með skotheldri leið til að koma gestum eða samstarfsfélögum skemmtilega á óvart með bragðgóðri súkkulaðitertu með íslenska fánanum. Súkkulaðiterturnar frá Tertugalleríinu eru sígildar og af ýmsum stærðum og gerðum. Hægt er að fá þær fyrir 15 manns (20x30cm), 30 manns (40,4 x 29cm) og 60 manns...

Lestu meira →