Útskriftir nálgast

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú sitja nemendur á flestum skólastigum sveittir við próflestur og síðustu verkefnaskil. Álagið er í hámarki og margir telja sig aldrei munu sjá fyrir lokin á erfiðinu. En öll él styttir upp um síðir og fyrr en varir eru nemendurnir hlaupnir út í vorið og góða veðrið og puðið er gleymt, að minnsta kosti þangað til næst. En hjá mörgum eru þetta síðustu prófin og útskriftin ein er eftir. Þá er ráð að fagna og Tertugallerí á einmitt terturnar sem henta tilefninu.

Hvert sem skólastigið er sem útskrifast er af er alltaf um mikinn áfanga að ræða. Grunnskólanemendur hlakka til að hafa meira um nám sitt að segja í framhaldsskóla, framhaldsskólanemendur fagna því að hafa lokið frábærum árum í menntaskóla og horfa með eftirvæntingu til framtíðar og háskólanemar líta björtum augum til glæsts starfsferils á vinnumarkaði. Öll þessi tímamót gefa tækifæri til að slá upp veislu – eða að minnsta kosti til að gæða sér á tertu!

Við útskrift úr háskóla er til dæmis tilvalið að bjóða upp á freyðivín og ljúffeng kransablóm. Þeir sem útskrifast úr menntaskóla vilja kannski bjóða upp á gómsæta marsípan tertu og þeir sem horfa til þess sem margir kalla skemmtilegustu ára lífsins – menntaskólaárana – vilja kannski bjóða upp á súkkulaðitertu.

Hvert sem tilefnið er hefur Tertugallerí alltaf gott úrval af veitingum. Skoðaðu síðuna okkar og fáðu innblástur og hugmyndir fyrir veisluna þína. Mikilvægt er að panta með góðum fyrirvara, Allar tertur frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarft þú að panta fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →