Kringlóttar eða ferhyrndar tertur?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Sitt sýnist hverjum um hvort betra er að borða kringlóttar tertur eða ferhyrndar. Kringlóttu terturnar eru klassískar, en þær ferhyrndu henta vel í stærri veislur.

Löng hefð er fyrir því að baka kringlóttar tertur, en fyrir því eru ýmsar ástæður. Fyrir það fyrsta urðu kökur og tertur til þegar bökurum datt í hug að bæta sífellt meira af sætindum í brauð. Brauð voru almennt hnoðuð í kúlur og bökuð þannig í ofni, og því má segja að upprunalegu kökurnar hafi trúlega verið kringlóttar eins og brauðin.

Þó terturnar hafi þróast verulega á 18. öldinni héldu þær flestar kringlóttu laginu. Þá urðu til tertuhringir úr pappír, tré eða málmi sem lagðir voru á plötur til að gera terturnar eins hringlaga og hægt var. Sumir bökuðu frekar í djúpum pönnum, sem einnig voru hringlaga.

Talið er að krem hafi fyrst verið sett á tertu um miðja 18. öldina. Þá var tertan tekin úr ofninum og blöndu af sykri og eggjahvítum, stundum með einhverju til að bragðbæta saman við, hellt yfir hana. Tertan var sett aftur inn í ofninn og bökuð með kreminu.

Við hjá Tertugalleríi Myllunnar bjóðum upp á mikið úrval af bæði kringlóttum og ferningslaga tertum, allt eftir óskum viðskiptavina okkar. Sumir kjósa klassískar hringlaga tertur eins og amerísku súkkulaðitertuna, perutertuna eða karamellutertuna góðu. Aðrir velja frekar ferhyrndar tertur eins og hina klassísku skúffuköku eða súkkulaðitertu, og láta sér í léttu rúmi liggja hvernig bakarar á 18. öldinni vildu hafa sínar tertur.

Veldu þér tertu eftir þínu lagi hjá Tertugalleríinu. Pantaðu þína eigin tertu hvert sem tilefnið er.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →