Bjóddu gestum upp á ljúffenga tertu í brúðkaupinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Stutt er í sumarið með sinni sól og fíflum á grasi grónum völlum. Sumarið er líka tími brúðkaupa.Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á mikið úrval af tertum fyrir brúðkaupsveisluna.

Brúðkaup krefjast skipulagningar og hafa margar tilvonandi brúðir og brúðgumar legið yfir gestalistum, uppskriftum, matseðlum og drögum að skreytingum í allan vetur.

Það er mikilvægt að hnýta alla lausa enda fyrir stóra daginn og velja réttu tertuna fyrir brúðhjónin til að skera saman við borðhaldið að loknum aðalréttinum.

Við mælum með því við brúðhjón að þau kíki við hjá okkur í Tertugalleríinu og skoði úrvalið hjá okkur af tertum og kransakökum fyrir brúðkaupsveisluna.

Við eigum líka mikið af tertum sem tilvalið er að bjóða sinni heittelskuðu upp á á Valentínusardaginn eða þegar þið setjist niður og rifjið upp brúðkaupið.

Munið að val á tertu er hluti af skipulagningu brúðkaupsins. Það skiptir líka máli að panta terturnar í veisluna með góðum fyrirvara.

Fáið ykkur tertu frá Tertugalleríinu í tilefni dagsins eða þegar þið viljið rifja upp brúðkaupið ykkar.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →