Verkfall bakara raskar starfsemi Tertugallerísins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Eins og margir hafa eflaust heyrt stefna mörg stéttarfélög á verkfallsaðgerðir, eða eru þegar komin í verkfall. Nú stefnir í að verkfall bakara raski verulega starfsemi Tertugallerísins.

Að óbreyttu stefnir í að bakarar fari í tímabundið verkfall frá 10. til 16. júní næstkomandi. Eins og nærri má geta setur það starfsemi Tertugallerísins í uppnám þar sem bakarar baka allar okkar tertur.

Verði af verkfalli getum við því miður ekki afgreitt tertur til viðskiptavina okkar á þeim tíma sem það stendur yfir. Við vonum auðvitað að kjaradeilan leysist sem fyrsts svo ekki komi til verkfalls, og að ef til þess kemur verði það stutt.

Við biðjum viðskiptavini sem kunna að verða fyrir óþægindum vegna óvissunnar innilega afsökunar og vonum að það rætist úr málum milli samningsaðila sem fyrst.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →