Fáðu þér pönnuköku í réttunum
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Margir bíða spenntir eftir réttunum á haustin. Bændur og göngumenn eru víða farnir til fjalla að leita fjár enda eru réttardagar sumstaðar hafnir. Víðast hvar hefjast þeir þó ekki fyrr en frá og með 5. september. Smölun endar í réttunum þar sem til siðs er að gera sér glaðan dag. Það er tilvalið að taka með sér nesti frá Tertugalleríinu í leitir og bjóða líka eftir réttir.
Á haustin smala bændur fé af heiðum og löndum sínum og rétta til síns heima. Smalamennska og rekstur í réttir er erfitt verk og getur tekið fjölmarga daga að leita eftirlegukinda. Það er því mikill léttir á mörgum bæjum þegar féð skilar sér flest í réttirnar.
Farðu í réttir!
Fyrsti réttardagurinn var í Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 29. ágúst. Sú næsta var í Víðikersrétt í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu daginn eftir. Fé er þó ekki væntanlegt heim af fjalli í öðrum landshlutum fyrr en viku síðar og hefjast réttir af krafti 5. september eða síðar.
Bændablaðið hefur í mörg ár tekið saman lista yfir helstu fjár- og stóðréttir sem framundan eru í landinu ásamt dag- og tímasetningum. Ef þér finnst gaman að fara í réttir er engin hætta á því að þú missir af neinu.
Fáðu þér skonsur
Við hjá Tertugalleríinu höfum tekið saman nokkrar tillögur að besta nestinu og meðlætinu í kringum réttardaga.
Í göngur og smölun er tilvalið að hafa smurðar skonsur frá Tertugalleríinu með hangikjöti eða osti ofan á. Skonsurnar frá Tertugalleríinu er mjúkar og bragðgóðar enda alltaf nýbakaðar.
Það er líka fátt betra þegar maður er uppi á kaldri heiði en að setjast niður í laut, opna nestispokann og gæða sér á upprúllaðri pönnuköku með sykri . Við hjá Tertugalleríinu eigum alltaf nýbakaðar ekta íslenskar pönnukökur, hvort sem er upprúllaðar með sykri eða ekki.
Að dagsverki loknu í réttunum er síðan frábært að bjóða upp á dekkað hlaðborð. Við leggjum til að þú takir á móti lúnum bónda úr réttunum, sem og vinum og vandamönnum með perutertu frá Tertugalleríinu. Perutertan er frábær. Hún er með súkkulaðifrómas, skreytt með súkkulaðispæni, kirsuberjum og er fyrir 20 manns.
Kíktu á tillögurnar og nældu þér síðan í gómsætt meðlæti með kaffinu frá Tertugalleríinu áður en þú ferð í réttir.