Jólastjarnan skín í Tertugalleríinu
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Jólin eru að nálgast. Snjórinn um allt land gerir það að verkum að allir komast í jólaskap. Við í Tertugalleríinu erum komin í rauðu jólafötin okkar. Við viljum endilega að þú getir haft það hátíðlegt ef þú býður til veislu í desember. Jólastjarna Tertugallerísins er nú komin í vefverslunina okkar. Hún er jólaterta Tertugallerísins sem var afar vinsæl fyrir síðustu jól. Fáðu þér jólatertu Tertugallerísins og þú kemst í hátíðarskap.
Engin aðventa án Jólastjörnu
Jólin og aðventan eru tími fjölskyldu- og vinafunda. Þú vilt auðvitað njóta aðventunnar og gera þér glaðan dag hvort sem þú ert heima eða í vinnunni. Þetta er tíminn til að bjóða vinum og ættingjum í kaffi og bjóða þeim upp á ljúffengar veitingar í skammdeginu. Þú getur líka slegið í gegn í vinnunni og boðið samstarfsfólki þínu upp á ljúffenga tertu.
Það er engin aðventa án Jólastjarna Tertugallerísins. Jólatertan, sem er með stjörnum á köntunum, hefur nefnilega slegið í gegn. Þegar þú pantar jólatertuna hjá okkur í Tertugalleríinu þá getur þú sent okkur þá mynd sem þú vilt hafa á tertunni. Við uppfyllum óskir þínar enda getum við prentað þá mynd sem þú vilt hafa á tertunni.
Jólastjarna Tertugallerísins henta sérlega vel fyrir hópa. Það er skemmtilegt fyrir fyrirtæki sem vilja senda viðskiptafélögum gjafir til að gleðja starfsmenn að senda eina eða fleiri Jólastjörnur á kaffistofuna.
Pantaðu tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.
Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.
Deila þessari færslu
- Merki: Jólastjarna, jólaterta