Gulrætur notaðar í stað sykurs

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það kunna flestir vel að meta góða gulrótartertu og við hjá Tertugalleríinu bökum mikið magn af þessum gómsætu tertum í hverri viku. Það átta sig ekki allir á því hvers vegna gulrætur eru notaðar í tertur. Við fyrstu sýn virðist engin sérstök ástæða fyrir því að nota þetta grænmeti í bakstur. Við vitum ástæðuna, og að hana má rekja aftur til miðalda.

Fjallað er um sögu gulrótartertunnar á vef breska Gulrótarsafnsins. Þar er saga hennar rakin aftur á miðaldir þegar sætuefni voru af skornum skammti. Þá horfðu bakarar hýru auga til gulrótanna. Þær eru nefnilega næst sætasta grænmetið, aðeins sykurrófur eru sætari.

Talið er líklegt að gulræturnar hafi fyrst verið notaðar í búðinga, en síðar í kökur og tertur. Gulræturnar eru mun algengara grænmeti en sykurrófurnar svo þær voru notaðar í ýmsa sæta rétti sem við myndum eflaust nota hvítan sykur í ef við ættum að búa til uppskriftina í dag.

Tveggja alda gömul uppskrift
Ein elsta uppskriftin af gulrótartertu svipaða þeirri sem við þekkjum í dag er úr svissneskri uppskriftabók frá árinu 1892. Gulrótartertan góða er því að minnsta kosti 224 ára, og líklega talsvert eldri en það. Enn þann dag í dag er gulrótarkakan afar vinsæl í Sviss, og oft boðið upp á gulrótarköku í afmælum.

Sykurskortur í seinni heimsstyrjöldinni jók mjög á vinsældir gulrótartertunnar í Bretlandi. Þær vinsældir hafa síður en svo dalað þrátt fyrir að framboð af sykri sé nú meira en nóg og þrátt fyrir aukið framboð af sætmeti. Í könnun sem bresk útvarpsstöð gerði árið 2011 varð gulrótartertan góða í fyrsta sæti í flokknum besta tertan.

Við hjá Tertugalleríinu erum óhrædd við að prófa okkur áfram og bjóða upp á spennandi nýjungar. En stundum verður líka að halda í hefðirnar og þá gildir að gera það vel. Við bjóðum því upp á gómsætar gulrótartertur fyrir þá sem vilja prófa þessa sögulegu tertu.

Mundu að panta tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi.

Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →