Gleddu þína heittelskuðu á konudaginn

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú fer að líða að konudeginum og eins gott fyrir karlpeninginn að hefja undirbúning eigi síðar en strax ef vel á að takast til. Konudagurinn markar fyrsta dag Góu og þýðir að nú fer að styttast í vorið. Það er því sannarlega ástæða til að fagna.

Konudaginn ber upp á sunnudaginn í 18 viku vetrar og er jafnframt fyrsti dagur Góu. Hann kallast á við bóndadaginn, sem er fyrsti dagur Þorra. Á konudaginn tilheyrir að gera vel við konuna í lífi sínu. Gefa henni blóm og dekra við hana á allan hátt.

Eitt af því sem tilheyrir á konudaginn er að bjóða konunni sinni upp á eitthvað gott með kaffinu sem hún þarf ekki að hafa fyrir á nokkurn hátt. Auðvitað eru sumir karlar afar færir í eldhúsinu og fara létt með að snara fram girnilegum tertum án nokkurrar fyrirhafnar. Við hjá Tertugalleríinu björgum hinum sem eru meira í því að brenna kökur úr tilbúnu mixi úr stórmarkaðinum.

Það er ekki sérlega langt frá því farið var að halda upp á konudaginn, ekki frekar en bóndadaginn, ef því er að skipta. Talað er um báða dagana í heimildum frá Þingeyingum frá miðri 19. öld og sögum frá lokum aldarinnar. Líklegt er talið að þessir dagar hafi verið til mun fyrr, þó skriflegar heimildir séu af skornum skammti.

Ekki gleyma konudeginum
Konudagurinn fékk nýtt yfirbragð á fjórða áratug síðustu aldar, þegar kaupmenn fóru að auglýsa sérstakan mat og blómasalar auglýstu vendi sérstaklega fyrir konudaginn. Dagurinn hefur fest sig rækilega í sessi síðan, og eins gott að eiginmenn og kærastar geri sig ekki seka um að gleyma konudeginum.

Eigðu góðan konudag með þinni heittelskuðu. Mundu eftir því að panta tertu með fyrirvara. Til að fá nýbakaða tertu afhenta á sunnudegi þarftu að panta fyrir klukkan 16 á fimmtudegi. Bjóddu upp á upp hrísmarengsbombufranska súkkulaðitertu  með jarðarberjum eða eitthvað annað girnilegt sem þú finnur í vefverslun Tertugallerísins.

Passaðu svo að gleyma ekki blómunum á leiðinni heim með tertuna!

Mundu að panta tímanlega
Mundu að panta tertu og annað bakkelsi tímanlega því afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgina þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi. Hafðu í huga að nú geturðu líka greitt fyrir vörur sem þú kaupir á vef Tertugallerísins með debetkorti.

Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →