Ævintýralega góðar makkarónukökur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Ævintýralega góðar makkarónur fyrir öll tækifæri og gleðistundir

Fáir vita að uppruna makkarónukökunnar má rekja aftur til 8. aldar og að upprunaland hennar er Ítalía. Það var einka-konditor drottningarnarinnar Catherine de Medici, sem kom þeim fyrir sjónir Frakka á endurreisnartímanum, á ferðalagi drottningarinnar. Í dag eru makkarónurnar eitt af þjóðartáknum Frakklands og eru vinsælar um allan heim, þar er Ísland engin undantekning.

Sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldin makkarónur.

Hjá Tertugalleríinu getur þú pantað ljúffengar og fallegar makkarónur sem eru tilvaldar fyrir þitt einstaka tilefni og gleðistundir. Makkarónurnar koma 35 stykki saman á bakka og eru með sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldinbragði. 

Við viljum benda á að makkarónur eru litlar, dísætar og viðkvæmar og því skiptir máli hvernig þær eru meðhöndlaðar. Þær þurfa að vera í kæli og geymast þar vel í nokkra daga, eða í frysti, þar sem þær geymast töluvert lengur. Við mælum líka með því að taka þær úr kæli u.þ.b. 15 til 20 mínútum áður en þær eru bornar fram, en ef þær hafa verið geymdar í frystinum er gott að gefa þeim u.þ.b. 60 mínútur til að þiðna.

Makkarónur


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →