Bleikur október

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Október er bleikur mánuður og þá fer fram árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Átakið hefur verið haldið í meira en tíu ár og hefur bleiki liturinn ávallt verið í hávegum hafður í tengslum við það. Föstudaginn 20. október nær átakið hámarki en þá er Bleiki dagurinn. Þann dag biður Krabbameinsfélagið alla landsmenn um að vekja athygli á átakinu og klæðast einhverju bleiku.

Gullsmiðirnir og hönnuðirnir Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir eiga heiðurinn af Bleiku slaufunni 2023. Hönnun hennar er innblásin af samstöðu og minnir á að krabbamein snertir okkur öll einhvern tíma á lífsleiðinni. Steinarnir í slaufunni eru ólíkir að forminu til og tákna þannig margbreytileika okkar og þéttan stuðning samfélagsins. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir þessa samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Bleikur október

Tertugalleríið hvetur þig til að styðja átak Bleiku slaufunnar

Sláðu í gegn með því að bjóða samstarfsfélögum eða viðskiptavinum upp á gómsætar bleikar veigar í tilefni bleiks október.

Við hjá Tertugalleríinu verðum með bleikar tertur, bleikar bollakökur og bleikar Mini möndlukökur í tilefni bleiks október. Bleiku terturnar eru með ljúffengum og þéttum súkkulaðibotni og skreyttar með fallega bleiku kremi á hliðunum. Allar terturnar eru með mynd sem prentuð er á gæða marsípan. Hafðu í huga að textinn á myndunum „Bleika tertan þín“ er einungis sýnishorn af mynd. Þú getur valið þína eigin mynd og sendir hana inn þegar þú pantar. Bleiku bollakökurnar eru ljúffengar með bleiku kremi og koma 16 stykki saman í kassa. Bleiku Mini möndlukökurnar eru klassískar og flauelsmjúkar og koma 20 stykki saman í kassa.

Þú getur pantað frábæra og gómsæta bleika tertu og aðrar bleikar veigar hjá Tertugalleríinu með bleika kaffinu í tilefni af Bleika deginum. Bleika slaufan fær 15 prósent andvirði pantir þú bleikar tertur og kökur sem sækja skal frá og með 9. til 31. október næstkomandi.

Nýttu tilefnið og pantaðu brauðtertur eða rúllutertubrauð með bleiku veigunum þínum og föstudagskaffið er klárt. Smelltu hérna og skoðaðu allt okkar úrval af veisluveigum!

 

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir veislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →