Brúðkaupsveisla að hætti Tertugallerísins

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Við hjá Tertugalleríinu erum alsæl með að brúðkaupstímabilið er hafið enda fátt skemmtilegra en gott brúðkaup. Hjá okkur er hægt að velja um þrjár tegundir af gullfallegum 20 manna brúðkaupstertum, Lafði Kate, Lafði Díana og Lafði Grace. Brúðkaupsterturnar eru með súkkulaðitertubotni og dásamlegri súkkulaðimousse fyllingu. Hjúpaðar með hvítum sykurmassa og skreyttar með sykurblómum, ferskum berjum og súkkulaðivindlum.

Til viðbótar toppaðu veisluborðið með gullfallegum kransaskálum eða kransakörfum en kransakörfurnar okkar eru einnig tilvaldar með fordrykknum í veislunni.

Skoðaðu úrvalið okkar af veitingum tilvöldum fyrir brúðkaupið, allt á einum stað. Smelltu hér til að skoða brúðkaup.

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og yfir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →