Þú færð steggja- og gæsunar tertuna hjá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Fátt er skemmtilegra en góð brúðkaup en steggja- og gæsaveislurnar eru sjaldan síðri. Þá koma nánasta fólk brúðarinnar og brúðgumans saman og halda daginn hátíðlegan í tilefni komandi brúðkaups. Við hjá Tertugalleríinu erum með afskaplega bragðgott úrval af allskyns veitingum sem eru tilvalin bæði fyrir steggja- og gæsaveisluna jafnt og brúðkaupið sjálft. Skoðaðu veitingarnar fyrir brúðkaupið sjálft hér!

Kynntu þér líka þann möguleika að láta setja mynd á tertu, t.d. af verðandi brúði eða brúðguma eða einhverju því sem tengist tilefninu. Hægt er að setja mynd á flestar gerðir af tertum frá okkur. Hámarksstærð myndar er u.þ.b. 50x50cm en getur að sjálfsögðu líka takmarkast af stærð tertu þegar um litlar tertur er að ræða. Hafðu í huga að gæði andlitsmynda á marsipani eru ekki þau sömu og myndir sem prentaðar eru á ljósmyndapappír. Marsipanið er gróft og ljóst að lit og því verða myndir alltaf grófari og liturinn ögn daufari en myndin sem þú sendir okkur til að setja á tertuna þína.

Bakarameisturunum okkar berast afar fjölbreytilegar óskir frá viðskiptavinum okkar. Við hjá Tertugalleríinu minnum á að sumir eru auðsæranlegri en aðrir og forðast skal að særa blygðunarkennd fólks. Varist að fara á skjön við almennt siðgæði.

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og yfir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →