Einfaldaðu afmælishaldið

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það eru fáir dagar á árinu sem eru skemmtilegri en afmælisdagurinn. Þá er gaman að fagna með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi. Kökuboð eru ein skemmtilegustu boðin þar sem næði gefst til að tala saman og rifja upp góðar minningar.

Það er sívinsælt að panta súkkulaðitertu með mynd af afmælisbarninu eða uppáhalds sögupersónu úr teiknimyndum, stað eða einhverju sem skiptir afmællisbarninu máli.

Hjá Tertugalleríinu færðu afmælistertur af öllum stærðum og gerðum, með eða án myndar og texta o.s.frv. Skoðaðu úrvalið og láttu Tertugalleríið auðvelda þér að halda uppá afmælið. Það getur marg borgað sig.

Hvort sem fagna á stórafmæli í stórum hópi eða halda litla veislu þá er terta frá Tertugalleríinu tilvalin á veisluborðið. Terturnar frá Tertugalleríinu eru fjölbreyttar, ljúffengar og fallegar. Marengstertur, súkkulaðitertur, kransakökur og marsipantertur. Þú finnur tertu við hæfi hjá Tertugalleríinu.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →