Er skírn eða nafngjöf framundan?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Það er merkur áfangi í lífi hvers barns að skírast eða vera gefið nafn og er oft talað um að skírnin eða nafngjöfin sé einn af fallegustu viðburðum í lífi nýbakaðra foreldra og fjölskyldna þeirra, enda er þá kunngjört hvað barn þeirra á að heita.

Athöfnin fer yfirleitt fram í kirkju, sal eða heimahúsi og hefur ýmis konar merkingu í samfélaginu. Fyrir mörgum er þetta mikilvæg stund og ákveðin tímamót þar sem lítið barn er í fyrsta skipti kynnt með nafni fyrir fólkinu sínu.

Trúarleg skírn

Í stærstu og elstu kirkjudeildum kristinnar trúar eru börn oftast skírð á fyrsta aldursári sínu og nefnist það barnaskírn. Það er samt leyfilegt að taka skírn hvenær sem er á lífsleiðinni. Skírnin er trúarathöfn þar sem beðið er fyrir barninu og fjölskyldu þess og Guði þakkað fyrir barnið og hann beðinn um að að vera nálægt því í öllu lífi þess. Barnið er blessað og tekið í samfélag kristinna og söfnuð kirkjunnar.

Veraldleg nafngjöf

Ólíkt trúarlegri skírn er veraldleg nafngjöf ekki vígsla inn í söfnuð og ekki er farið fram á trúarjátningu eða játningu á veraldlegum lífsskoðunum. Með ákvörðun sinni um að velja veraldlega athöfn veita foreldrarnir barninu frelsi til að ákveða sjálft hvaða lífsskoðun það kýs að aðhyllast síðar meir á ævinni, þegar það hefur aldur og þroska til.

Skírnar- eða nafngjafaveisla

Skírnar- eða nafngjafaveisla er stór stund enda mun barnið bera nafnið um aldur og ævi. Foreldrar vilja yfirleitt bjóða upp á eftirminnilegt og fallegt veisluborð á svo stórum augnablikum í lífi sínu og barnsins.

Skírnar- og nafngjafartertur Tertugallerísins eru glæsilegar gæðatertur á góðu verði og eru einstaklega fallegar á veisluborðið á þessum merkisdegi.

Tertugalleríið býður upp á mikið úrval af veisluveigum fyrir ykkar skírnar- eða nafngjafaveislu. Við höfum tekið saman á einn stað úrval af veitingum sem henta vel, en í vefverslun okkar getur þú einnig fundið gott úrval af ljúffengum veisluveigum sem þú gætir viljað bjóða upp á í skírnar- eða nafngjafaveislunni hjá þínu barni.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum því ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef pöntun er einhverja hluta vegna ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.

 


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →