Ert þú að skipuleggja steypiboð?
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Barnasturta, steypiboð eða babyshower eru að mati Tertugallerísins skemmtilegar og litríkar veislur og kærkomin gleði fyrir oft ansi þreytta verðandi foreldra. Okkur hjá Tertugalleríinu þykir sérstaklega gaman að fá pantanir og fyrirspurnir fyrir þessar veislur en sú hefð hefur færst í aukana hérlendis á undanförnum árum og þykir vera vinsæl og skemmtileg hefð.
Steypiboðin eru haldin í því skyni að koma verðandi foreldrum á óvart og sjá því yfirleitt vinir og fjölskylda um að skipuleggja óvænta veislu áður en barnið kemur í heiminn.
Í kringum slíkar veislur þarf oft að viðhafa gott skipulag, sérstaklega ef um er að ræða stóran hóp af fólki sem mætir og fagnar. Þið þurfið ekki að örvænta, því við hjá Tertugalleríinu erum með frábæra lausn á þessu og viljum alltaf liðsinna þegar góða veislu gjöra skal.
Við hjá Tertugalleríinu vitum að skipulag er oft vanmetið og vanmeðfarið atriði þegar góða veislu gjöra skal, þess vegna viljum við liðsinna ykkur með einföldum tékklista til að gera steypiboðsveisluna fullkoma fyrir verðandi foreldra.
- Viðhalda LEYND yfir komandi steypiboðsveislu
- Gestalisti
- Tímasetning boðsins
- Hver á að halda steypiboðið?
- Skreytingar
- Veitingar
- Boðskort prentuð á pappír
- Gjafalisti fyrir bæði móðir og barn
- Hvað með pabbana?
- Ekki gleyma að taka fullt af myndum til að skapa fallegar minningar
Steypiboðstertur Tertugallerísins
Sjálf steypiboðs-tertan er tilvalin til að fullkomna veisluna. Hjá okkur er hægt að fá Gæfutertu sem er bæði bragðgóð og krúttleg og er sérlega skemmtileg á veisluborðið, Barnalánstertu sem er gómsæt súkkulaðiterta með bleiku eða bláu kremi og Ljósálfatertu sem er sérlega skemmtileg útfærsla af tertu því hún gefur ekkert upp um kyn barnsins fyrr en skorin er sneið, þá birtist fagurblátt eða skærbleikt krem sem ljóstrar upp um kyn nýjasta erfingjans.
Tertur með mynd slá alltaf í gegn en hægt er að setja mynd og/eða texta á þessar tertur sem gæti til dæmis tengst verðandi foreldrum.
Skoðið endilega úrvalið okkar af veitingum fyrir steypuboðið hér!
Ferskbakað til að njóta samdægurs
Við hjá Tertugalleríinu viljum því ítreka að það er best að sækja pöntun sama dag og veislan er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!
Pantið tímanlega
Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði fyrir útskriftarveislur. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þið skoðið úrvalið okkar og pantið tímanlega.
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.
Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.
Afhending og ábyrgð
Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.
Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.
Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.
Deila þessari færslu
- Merki: Barnalán, Gæfuterta, Kökur, Ljósálfur, Skipulag, Steypiboð, Steypiboðs-terta, Tertur, Tilefni, Veisluveigar, Þitt eigið tilefni