Frönsk stemning um helgina með gâteau au chocolat
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Skapaðu þína eigin frönsku stemningu með eitthvað huggulegt og kósý um helgina. Við skulum hjálpa þér.
Þú kemst aðeins nær franskri stemningu með því að segja eitthvað fallegt á frönsku. Byrjum bara á því sem þú ætlar að bjóða uppá. Þú getur þetta!
Þú byrjar á því að setja smá stút á munninn og segir svo gâteau au chocolat aftur og aftur. Það sem þú ert að segja er frönsk súkkulaðiterta, hin bragðgóða og gómsæta. Við hættum ekki hér heldur höldum áfram að segja eitthvað franskt. Endurtaktu petit gâteau de forme arrondie með smá frönskum elegans. Þetta eru litlu hringlaga litríku kökurnar, makkarónur. Eitthvað sem hljómar mjög girnilegt og gómsætt eru petit gâteau aux amandes, mini möndlukökurnar.
Þegar þú er búin að endutaka þessi frönsku orð með elegans nokkrum sinnum og nokkuð ánægð má fara að panta allar þessar kræsingar í netversluninni okkar. Í rólegheitum snúum við okkur að tónlistinni. Settu lagið „Sous le ciel de Paris“ með Jill Barber á. Hallaðu þér aftur og lokaðu augunum. Ímyndaðu þér að þú ert á gangi með listamönnum og konum í þriðja hverfi Parísar, Mýrinni með heimatilbúin taupoka fullan af ilmandi lostæti af franska markaðnum. Þetta er stemningin. Næsta skref er að bjóða fólkinu þínu í eitthvað franskt frá Tertugallerí.
Vertu frönsk um helgina!