Gerðu vel við mömmu á mæðradaginn!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann


Mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí næst komandi og því tilvalið að gera eitthvað sætt fyrir mömmurnar í lífi þínu. Mæðradagurinn var fyrst haldinn á Íslandi árið 1934 en dagar helgaðir mæðrum má rekja allt að þúsund ár aftur í tímann. Gerðu vel við mömmu á mæðradaginn með ljúffengum veitingum frá Tertugalleríinu.
Við bjóðum upp á gott úrval af allskyns góðgæti með kaffinu. Skoðaðu úrvalið okkar af brauðtertum og rúllutertubrauðum. Af brauðtertum bjóðum við upp á 6 mismunandi tegundir og þar á meðal eru tvær vegan. Hægt er að fá brauðterturnar í tveimur stærðum, 16-18 manna og 30-35 manna. Þá er fátt vinsælla en rúllutertubrauð og bjóðum við upp á tvær tegundir af rúllutertubrauðum, með skinku og aspas fyllingu og pepperóní fyllingu.
Franska súkkulaðitertan eða marengsbomburnar eru tilvaldar með kaffinu á mæðradaginn. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina á bakstrinum og pantaðu þér veitingarnar frá Tertugalleríinu.

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og yfir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.
Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.

Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →