Greitt fyrir vörur með snertilausum lausnum

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Tertugallerí mælist til að greitt sé fyrir vörur með snertilausum lausnum sé þess kostur.

Í ljósi þess baráttan við COVID-19 er ströng leitar Tertugallerí allra leiða til að draga úr líkum á utanaðkomandi smithættu. Þar sem strangs hreinlætis er gætt við alla matvælaframleiðslu er mikilvægt að beina þeim tilmælum til viðskiptavina við þessar aðstæður að nota snertilausar greiðslulausnir sé þess kostur. Þetta felur í sér að við óskum eftir því að notaðir séu aðrir greiðslumiðlar en peningaseðlar þar sem seðlar geta borið með sér smit. Peningaseðlar eru hinsvegar lögeyrir og því er okkur skylt að taka við seðlum þrátt fyrir að sótthætta sé töluverð en vonandi geta sem flestir greitt með öðrum hætti.

Við vonum að viðskiptavinir okkar taki vel í tilmælin í þeim tilgangi að leita allra leiða til að draga úr sótthættu í landinu vegna COVID-19.

Virðingarfyllst,
Starfsfólk Tertugallerís

 


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →