Hrísmarengsbomba sem sprengir skalann
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Mörgum finnst gaman að spreyta sig á skemmtilegum uppskriftum og baka eitthvað gott handa vinum og vandamönnum. Það er bæði gaman og er líka skemmtileg leið til að koma sínum nánustu á óvart. Marengs er þó ekki á færi allra og einfaldara getur verið að fá fagmenn í verkið þegar kemur að honum. Við hjá Tertugallerí bjóðum upp á ljúffengar marengstertur og nú viljum við vekja sérstaka athygli á einni okkar vinsælustu marengstertu.
Hrísmarengsbomban okkar, tveggja laga púðursykursmarengsterta með hrískúlum og kokteilávöxtum og vanillurjóma á milli, er syndsamlega góð. Hrísmarengsbomban er hjúpuð með rjómasúkkulaðiganas og Nóakroppi. Heldurðu að þú getir staðist hana? Bjóddu 14 manns í kaffi, því hún er 15 manna, og sjáðu hvort þú getir það - við leyfum okkur að efast!
Það er eitthvað alveg sérstakt við marengsinn sem heillar svo mjög. Kannski er það hve stökkur hann er að utan, en seigur og sætur að innan. Kannski er það hve sjaldan maður fær marengs. Hver sem ástæðan er er öruggt að þú munt njóta Hrísmarengsbombunnar frá fyrsta munnbita til þess síðasta.
Pantaðu Hrísmarengsbombuna, eða hvaða tertu aðra á síðunni okkar, með góðum fyrirvara. Terturnar okkar eru ferskvara og afhentar nýbakaðar svo við þurfum fyrirvara á að gera þína tertu einmitt fyrir þig. Venjulegur afhendingarfrestur er 2-3 dagar, en getur lengst um helgar, hátíðisdaga og á öðrum álagstímum.
Deila þessari færslu
- Merki: Hrísmarengsbomba, marengsterta, terta