Hver er jólaleynivinur þinn?

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Í aðdraganda jólanna eru leynivinaleikir algengir á vinnustöðum landsins. Tilgangur leiksins er að vinnufélagar gleðja hver annan með alls konar smávægilegum gjöfum og sniðugum uppákomum í desember. Þessi leikur er frábær til að brjóta upp langa vinnudaga þegar margir eru farnir að lengja eftir langþráðu jólafríi.

Það er mjög mikilvægt að halda leyndinni til þess að gera leikinn enn skemmtilegri. Þegar nær dregur jólum og jólafríið er skammt undan kemur í ljós hver gladdi hvern eftir að giskað hafi verið á hver er leynivinurinn hvers.

Leynigjafir

Fallegar makkarónukökur fyrir þinn leynivin

Makkarónukökur í leynigjöf

Það er alltaf gaman að hugsa út fyrir boxið og koma skemmtilega á óvart með öðruvísi hætti en venja er. Makkarónukökur eru fullkomin leynivinagjöf. Þær eru litríkar og  fallegar í laginu og bráðna í munni og munu án efa gleðja þinn leynivin. Hjá Tertugalleríinu getur þú pantað ljúffengar og fallegar  makkarónukökur. Þær koma 35 stykki saman á bakka og eru með sex bragðtegundum: sítrónu-, saltkaramellu-, hindberja-, vanillu-, súkkulaði-, pistasíu-, kaffi- og ástaraldinbragði.

 Hjá Tertugalleríinu færðu líka frábær smástykki sem eru ljúf og sæt hamingja í einum bita. Þess heldur eru smástykkin tilvalin sem leynigjöf sem kemur skemmtilega á óvart. Kíktu við á vefsíðu okkar og skoðaðu skemmtilegt úrval veisluveiga.

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þú bjóðir upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantaðu tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantir tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi.

Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →