Kauptu brauðsalötin frá Tertugalleríinu

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nýlega hófum við sölu á brauðsalötum en hjá okkur er hægt að velja um fjórar tegundir af brauðsalati, þar á meðal túnfisksalat, skinkusalat, rækjusalat og laxasalat. Kauptu brauðsalat frá Tertugalleríinu til að auðvelda þér fyrirhöfnina fyrir veisluna. Salötin eru tilvalin fyrir brauðtertuna, á kexið og á samlokuna.


Brauðterturnar slá alltaf í gegn
Fátt er vinsælla í veislum en brauðréttir og þá sér í lagi brauðtertur. Við hjá Tertugalleríinu bjóðum upp á sex mismunandi tegundir af brauðtertum og þar á meðal tvær vegan brauðtertur. Hægt er að fá brauðterturnar í tveimur stærðum, 16-18 manna og 30-35 manna. Skoðaðu úrvalið okkar hér á brauðtertum og pantaðu strax í dag

Við bjóðum einnig upp á tvennskonar rúllutertubrauð þ.e.a.s. rúllutertubrauð með skinku og aspas fyllingu og rúllutertubrauð með pepperoni fyllingu. Brauðin eru framleidd á afhendingardegi og því alltaf afhent fersk. Það eina sem þú þarft að gera er að sáldra ostinum sem fylgir með yfir brauðin og hita í ofni þar til osturinn er orðinn gullinnbrún.


Fullkomnaðu boðið með sætum endi og skoðaðu allt okkar úrval af tertum á einum stað.


Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.

Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrir liggur eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímalega.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →