Komdu pabba á óvart!

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Að heiðra feður á ákveðnum degi á sér langa sögu, eða allt frá miðöldum meðal kaþólskra landa í Evrópu, sem halda upp á hann þann 19. mars á Degi heilags Jósefs. Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur árlega í ýmsum löndum en ekki á sama degi alls staðar, oftast þó í mars, apríl eða júní. Í Bandaríkjunum er hann haldinn þriðja sunnudag í júní og mörg lönd í Evrópu hafa tekið upp þann sið.

Mörg ríki hafa lögfest þann sið að halda upp á sérstakan Feðradag líkt og haldið er upp á sérstakan Mæðradag og í mörgum löndum hafa afar og ömmur sína sérstöku daga þeim til heiðurs.

Frá árinu 2006 hefur verið haldið hátíðlega upp á Feðradaginn á Íslandi. Noregur, Svíþjóð, Finnland og Eistland halda upp á feðradaginn á sama tíma og við á Íslandi, þó dagurinn eigi vissulega lengri sögu í þessum löndum.

Feðradagurinn er alltaf haldinn annan sunnudag í nóvember og í ár er Feðradagurinn sunnudaginn 12. nóvember. Þá er tilvalið að panta góða tertu frá Tertugalleríinu og koma pabba á óvart með ljúffengu kökuboði.

Við mælum sérstaklega með brauðrétti og marengsbombu fyrir frábæra pabba sem á að dekra við á Feðradaginn.

Skoðaðu endilega fjölbreytt úrval veisluveiga Tertugallerísins hér!

Ferskbakað til að njóta samdægurs

Við hjá Tertugalleríinu viljum ítreka að best er að sækja pöntun sama dag og veislan eða tilefnið er, þannig að þið bjóðið upp á ferskar og bragðgóðar veitingar. Það er gott að hafa það í huga þegar tertur eru pantaðar!

Pantið tímanlega

Tertugalleríið hefur í mörg ár boðið upp á gott úrval af frábærum veisluveigum á hagstæðu verði. Veldu þínar veisluveigar og leyfðu okkar að liðsinna þér við undirbúninginn. Við mælum með því að þú skoðir úrvalið okkar og pantið tímanlega.

Afgreiðslufrestur á venjulegum dögum eru 2-3 dagar og ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 14:00 á fimmtudegi. Athugið að á álagstímum getur afgreiðslutími lengst.

Afhending og ábyrgð

Það er okkur hjá Tertugalleríinu mikið kappsmál að afgreiðsla pantana sé alltaf rétt og að vörurnar okkar standist væntingar viðskiptavina. Liður í að tryggja það er að viðtakendum er alltaf sýnd varan við afgreiðslu og farið er fram á að móttakandi staðfesti að um rétta afgreiðslu sé að ræða hvort sem það er sami aðili og pantaði eður ei.

Á opnunar- og afgreiðslutíma er alltaf bakari á vakt sem brugðist getur við og lagfært eða breytt ef misskilningur hefur orðið eða afgreiðsla er ekki í samræmi við það sem pantað var. Eftir að vörur hafa verið sýndar og móttakandi veitt þeim viðtöku eru pantanir ekki lengur á ábyrgð Tertugallerís.

Ef einhverja hluta vegna pöntun er ekki sótt fyrir lokun er reikningur sendur á viðkomandi þar sem varan hefur verið framleidd samkvæmt ósk kaupanda.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →