Lengdur afgreiðslufrestur

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Nú er fermingartímabilið hafið af fullum krafti og pantanirnar streyma inn. Við höfum nú neyðst til að loka fyrir pantanir fyrr en ella fyrir þessa helgi og fyrirséð er að það mun gerast um næstu helgi líka. Ef þú ert að ferma eða halda veislu af öðru tagi á næstunni borgar sig að panta strax!


Fermingin er merkur áfangi í lífi fermingarbarnsins og fjölskyldunnar allrar. Vegurinn liggur frá barnæskunni til fullorðinsáranna og allt er mögulegt. Falleg Tertugallerísterta á veisluborðið gleður augað og bragðlaukana. Fermingarterturnar okkar hjá Tertugalleríinu eru sérstaklega glæsilegar og á góðu verði. Skoðaðu úrvalið og pantaðu.

Skoðaðu glæsilega fermingarbæklinginn okkar hér!

Kynntu þér opnunartíma Tertugallerísins á fermingartímabilinu.

Athugaðu að afgreiðslufrestur getur lengst verulega á þessu tímabili. Tertugalleríið áskilur sér rétt til að loka fyrir pantanir ef fyrirliggur að eftirspurn verði ekki annað. Tryggðu þér tertu í tíma. Pantaðu tímanlega.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →