Menningarnæturkaffiboð

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þær eru margar bæjarhátíðirnar út um allt land, Fiskidagurinn mikli á Dalvík, Í túninu heima í Mosfellsbæ, franskir dagar á Fáskrúðsfirði og svo mætti lengi telja. Stærsta bæjarhátíðin er þó vafalaust Menningarnótt í Reykjavík en þá bæjarhátíð sækja iðulega um hundrað þúsund manns. Mörgum finnst upplagt að gera sér dagamun á menningarnótt og bjóða til kaffisamsætis. Þá kemur til kasta Tertugallerís sem á allt sem prýða má góða veislu.

Hér höfum við tekið saman nokkrar tertur og veitingar sem okkur finnst tilvalið að bjóða upp á þegar fjölskyldu og vinum er boðið í  kaffi í tilefni menningarnætur. En þú þarft ekki að einskorða þig við þetta, við eigum margt skemmtilegt og gott sem hentar vel þó það sé ekki á þessari síðu. Hvernig hljóma til dæmis bollakökur eða kleinuhringir?

Menningarnótt er alltaf haldin hátíðleg í kringum afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst. Ef 18. ágúst er laugardagur er Menningarnótt haldin þá en annars fyrsta laugardag þar á eftir.  Fyrst um sinn var Menningarnótt næturhátíð en nú er aðal þungi hátíðarhaldanna að deginum til. Má segja að þau hefjist með Reykjavíkurmaraþoninu og ljúki með flugeldasýningunni. Dagskrá herlegheitanna er svo birt á heimasíðu Menningarnætur.

Hvað sem heillar þig á dagskránni er víst að tilvalið er að hefja sín eigin persónulegu hátíðahöld með kaffiboði og þá er um að gera að panta veitingarnar frá okkur. Það borgar sig að panta í tíma, það er 2-3 daga afgreiðslufrestur og hann getur lengst á álagstíma. Pantaðu strax og notaðu tímann í að ákveða þína dagskrá.


Deila þessari færslu← Eldri færsla Nýrri færsla →