Öllu tjaldað til fyrir góða veislu um helgina
Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann
Það er örugglega komið stuð í mannskapinn nú þegar verslunarmannahelgin er á næsta leiti. Vinir og vandamenn eru að huga að skemmtun í garðinum heima enda alltaf hægt að gera góða veislu. Það er að mörgu að huga þegar þú ert að bjóða fólki í veislu í garðinum heima. Við hjá Tertugallerí erum með eitthvað gómsætt og bragðgott sem er tilvalið í góða veislu.
Ef þú vilt gera eitthvað sjálf/ur erum við bragðgóð sælkera salöt sem henta vel á snittur og svo erum við með vinsæl rúllutertubrauð. Rúllutertubrauðið kemur með rifnum osti sem sáldraður er yfir áður en það fer í ofninn. Hitað er svo í ofni þar til osturinn er orðinn gullinnbrúnn. Auðvelt og vinsælt á hlaðborðinu.
Annað sem við höfum uppá að bjóða ef þú vilt frekar fá tilbúnar snittur eru kokteilsnittur og tapas snittur. Gómsætu og fallegu kokteil snitturnar okkar eru vænsælar og einnig tapas snitturnar. Þær eru fullkomnar fyrir veisluna enda afar einfalt og þægilegt að bjóða upp á þær þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Snittur slá alltaf í gegn!
Við erum með svolítið sætt á hlaðborðið. Ekki má gleyma þessu sæta. Makkarónu, mini möndlukökur, gulrótar- og skúffubitar er eitthvað sem fer vel í gestina með tíu dropa af kaffi með.
Oft þarf bara eitthvað örlítið sætt með til að setja punktinn yfir i-ið! Bjóddu upp á smástykki eða bita sem fullkomnar hlaðborðið.
Deila þessari færslu
- Merki: gulrótarbitar, hlaðborð, kokteilsnittur, rúllutertur, salat, skúffubitar, súkkulaðibitar, tapassnitta, veisla, ÞittTilefni