Öskudagur er hátíðardagur yngstu kynslóðanna

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Þann 26. febrúar er öskudagur og ekki seinna vænna en að byrja undirbúa hátíðardag yngstu kynslóðanna. Gleðin leynir sér ekki í andlitum barna þegar þau eru komin í búningana og eru tilbúin í fjörið með tilheyrandi skemmtilegum uppákomum. Það er gott að vera þar sem gleðin býr!

Tertugalleríið ætlar að vera þar sem gleðin býr.

Það er mikið úrval í boði fyrir yngstu kynslóðina en við mælum með súkkulaðitertu sem skreytt er með M&M en hægt er að lífga uppá tertuna með mynd að eigin vali eða texta eða hvoru tveggja. Auðvelt er að ganga frá pöntun í pöntunarferlinu á vef Tertugallerísins. Öllum þykir súkkulaðiterta með kremi eins og amma gerði góð! 

Við erum líka með gómsæta litla kleinuhringi sem er fullkomin stærð fyrir litla nammigrísi.

Öskudagurinn hefur breyst í gegnum tíðina en til að mynda var lengi vel hengt litla taupoka á bakið á vinum, systrum, bræðrum, mömmum og pöbbum og farið svo út til að hengja á gangandi vegfarendur. Snemma á 20. öld þróaðist öskupokasiðurinn í þá átt að vera nokkurs konar Valítínusarbréf ungra stúlkna til ungra drengja. Sú hefð lifði vel en síðar þróaðist þetta út í að ganga um í grímubúningum og slá köttinn úr tunnuni. Í dag er hefðin sú að börnin klæðast grímubúningum og sýna listir sýnar fyrir nammi.

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19. 

Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →