Steypiboðinu reddað með Tertugallerí

Útgefið af Tertugallerí Myllunnar þann

Steypiboð eða babyshower er klárlega farið að festa sig í sessi meðal íslenskra hefða enda ráðlagt að nýta hvert tækifæri sem til gefst að gæða sér á góðum mat og njóta samverunnar með fólkinu sínu. Vinir og fjölskylda sjá yfirleitt um að halda óvænt steypiboð fyrir verðandi foreldra og sjá til þess að nóg verði um kökur og kræsingar. Að skipuleggja steypiboð getur þó verið krefjandi, sérstaklega ef um er að ræða stóran hóp fólks sem er með sterkar skoðanir hvernig steypiboðinu skuli háttað. En ekki örvænta því við hjá Tertugallerí erum með frábæra lausn á þessu!

Við erum því hér búin að taka saman fyrir ykkur veitingar sem eru tilvaldar í steypboðið og auðvelda fyrir ykkur fyrirhöfnina. Eina sem þið þurfið að ákveða fyrir steypiboðið er að velja þær veitingar sem þið viljið, panta þær og sækja!

Brauðterturnar okkar eru tilvaldar fyrir tækifærið enda fátt íslenskara en hin gómsæta brauðterta sem klárast alltaf strax. Hjá okkur í Tertugallerí er hægt að velja um tvær stærðir, 16-18 manna og 30-35 manna. Um er að ræða sjö tegundir af brauðtertum og þar á meðal tvær tegundir af gómsætum vegan brauðtertum, hvor annari ljúffengari.

Tapas snitturnar okkar eru einnig algjört lostæti. Fullkomlega samsett álegg á olíupensluðu og ristuðu baguette brauði sem slá alltaf í gegn. Hægt er að fá 5 mismunandi tapas snittur og þar á meðal er auðvitað vegan kostur.

Að lokum er það að finna réttu kökuna og nóg er um að velja. Við hjá Tertugallerí sérhæfum okkur í bragðgóðum og ljúffengum kökum og tertum. Hin klassíska súkkulaðikaka með nammi, allskonar marengsbombur, bollakökur og nammitertur eru einungis snefillinn af því sem er til. Hjá okkur er einnig hægt að velja um allskonar skreytingar, myndir og texta til þess að setja á kökuna sem er tilvalin fyrir steypiboðið jafnt og öll önnur tilefni.


Pantaðu tímanlega
Allar terturnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.


Deila þessari færslu



← Eldri færsla Nýrri færsla →